Yfirskrift menntastefnunnar á Akureyri er Með heiminn að fótum sér . Titillinn vísar til þess að eftir nám í grunnskóla eigi börnum að vera allir vegir færir og að þau geti valið sér leið í samræmi við áhuga og þarfir, hvar sem er í heiminum. Grunnþættir menntunar eru skv. gildandi aðalnámskrá grunnskóla læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
„Starfshættir grunnskóla hafa verið í örri þróun á undanförnum árum en kannski hefur ekki verið nógu skýrt hvert stefna skal,“ segir Ingibjörg.
Hér neðar má sjá viðtalið sem Sigurður Bogi hjá Morgunblaðinu tók við mig síðastliðið haust.