Nýtum hagkvæma kosti

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. nóvember 2023.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í um­hverf­is­mál­um á alþjóðavísu. Stjórn­valda bíður verðugt verk­efni við að sjá til þess að orkuþörf sam­fé­lags­ins sé upp­fyllt á sama tíma og við ætl­um okk­ur að draga úr gróður­húsaloft­teg­und­um. Stefna stjórn­valda er að hætta al­farið notk­un jarðefna­eldsneyt­is og nýta þess í stað græna orku. Orku­skipti eru rík­ur þátt­ur í fram­lagi Íslands til að ná ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­vá. En svo þeim mark­miðum sé náð verðum við að tryggja aðgang að grænni orku með sjálf­bæra þróun að leiðarljósi.

Stækk­un smá­virkj­ana

Af þessu til­efni hef­ur und­ir­rituð lagt fram skýrslu­beiðni þar sem um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra er falið að greina hvaða smá­virkj­an­ir á Íslandi á þegar röskuðum svæðum þoli stækk­un. Und­ir­rituð tel­ur þetta vera skyn­sam­lega leið til þess að greina hvar sé mögu­legt með ein­föld­um hætti að ná í orku án þess að fjölga virkj­un­um. Það ligg­ur fyr­ir að auka þarf fram­boð á inn­lendri, end­ur­nýj­an­legri orku svo hægt sé að leysa af hólmi aðflutta orku­gjafa líkt og olíu. Staðreynd­in er sú að um þess­ar mund­ir er orku­vinnslu­kerfi lands­ins full­nýtt og skort­ur á orku er far­inn að valda vanda. Sam­kvæmt raf­orku­spá Landsnets munu orku­skipt­in kalla á aukna eft­ir­spurn eft­ir raf­orku í takt við að þau munu raun­ger­ast ásamt því að raf­orku­notk­un heim­ila og þjón­ustuaðila mun halda áfram að aukast í takt við auk­inn fólks­fjölda. Þá er einnig gert ráð fyr­ir að þörf at­vinnu­lífs­ins fyr­ir aukna raf­orku muni halda áfram að þró­ast í svipuðum takt og verið hef­ur. Sam­kvæmt spánni er því fyr­ir­sjá­an­legt að aflskort­ur verði viðvar­andi og því þörf á að bregðast hratt við og mæta vax­andi þörf fyr­ir raf­orku.

Skyn­sam­leg nýt­ing

Smá­virkj­an­ir eru mik­il­væg­ar til þess að styrkja dreifi­kerfi raf­orku um landið en allt að fimmt­ung­ur allr­ar raf­orku sem RARIK dreif­ir til viðskipta­vina kem­ur frá smá­virkj­un­um um landið. Smá­virkj­an­ir stuðla ekki bara að auknu orku­ör­yggi lands­ins held­ur geta þær einnig verið mik­il­væg­ur þátt­ur í að tryggja vaxt­ar­mögu­leika lands­byggðar­inn­ar. Sam­kvæmt grein­ing­ar­vinnu Orku­stofn­un­ar á smá­virkj­un­ar­kost­um eru fjöl­marg­ir virkj­un­ar­kost­ir til staðar með sam­an­lagða afl­getu yfir 2.500 MW. Ein­hverj­ar af þess­um smá­virkj­un­um búa þó yfir tæki­fær­um til að auka fram­leiðslu­getu sína enn frek­ar og því mik­il­vægt að skoða þann mögu­leika með þeim fyr­ir­vara að það hafi ekki um­framá­hrif á um­hverfið.

Í ljósi þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í orku­mál­um þjóðar­inn­ar tel­ur und­ir­rituð mik­il­vægt að end­ur­skoða lög um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un nr. 48/​2011 og legg­ur því til að um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í kjöl­farið á grein­ing­ar­vinnu um mögu­leg­ar stækk­an­ir smá­virkj­ana, leggi fram frum­varp með það að mark­miði að nýta bet­ur þá orku sem hægt er að afla með virkj­un­um á þegar röskuðum svæðum og þola stækk­un um­fram 10 MW. Þannig má tryggja skyn­sam­lega nýt­ingu á sama tíma og vernd er tryggð á öðrum svæðum. Sú sem hér skrif­ar tel­ur þó jafn­framt afar mik­il­vægt að smá­virkj­an­ir sem færu yfir 10 MW lytu lög­um um um­hverf­is­mat fram­kvæmda nr. 111/​2021 og öðrum lög­um sem gilda um slík­ar fram­kvæmd­ir. Staðreynd­in er sú að lang­an tíma tek­ur að virkja nýja orku­kosti, lang­tíma­áætlan­ir þurfa því að gera ráð fyr­ir orku­kost­um til að mæta framtíðarþörf­um og auka þannig fyr­ir­sjá­an­leika og stöðug­leika. Með því að fjár­festa í grænni orku og til­einka okk­ur nýja tækni get­um við hjálpað til við að tryggja orku­framtíð okk­ar og tryggja að við leggj­um okk­ar af mörk­um til að vernda jörðina fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Inigbjörg Isaksenþing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.